Blómstra | Blómaáskrift

Rætur & stilkar

Köllubróðir

Köllubróðir er harðger planta sem þolir vel vanrækslu eigenda sinna. Upphaflega kemur hún frá Suður Ameríku og finnst allt frá Mexíkó til Argentínu í sínu náttúrulega umhverfi. Henni líður vel í óbeinu ljósi en kvartar þó ekki undir beinu sólarljósi. Eins og með flestar inniplöntur þá er ofvökvun algengasta orsök vandamála. Gott er að hafa í huga að leyfa moldinni að þorna nokkuð vel á milli vökvanna þannig að allavega efstu 3 sm séu þurrir þegar vökvað er á ný.

Verð 3.990 kr.

Bættu blómapotti við

Karfan þín